Sundra var stofnað af þremur reynslumiklum íslenskum frumkvöðlum sem öll hafa brennandi ástríðu fyrir því að nýta tækni til að skapa og búa til vörur sem betrumbætir líf fólks og margfaldar framleiðni.
Frá fyrsta degi höfum við unnið allt sem við höfum gert í fjarvinnu og í dag erum við búsett í 3 löndum. Fjarvinnan hefur gert það að verkum að við höfum þurft að vera skipulagðari og ýtt undir aukna ábyrgð hjá hverjum starfsmanni. Þetta hefur leitt af sér skilvirkara fyrirtæki sem er fljótari að bregðast við þörfum viðskiptavina.
Við erum með yndislegt teymi sem hefur brennandi ástríðu fyrir starfi sínu!
Raðfrumkvöðull með yfir 20 ára reynslu af því að stofna og byggja upp fyrirtæki.
Einn helsti sérfræðingur íslands um nýsköpun og frumkvöðlastarf.
Reynslumikill tæknistjóri sem hefur leitt tækniþróun í 5 sprotafyrirtækjum.
Áhrifamikill og leiðandi einstaklingur
í tæknigeiranum á Norðurlöndunum.