Hvað er Sundra?

Sundra er hugbúnaðarlausn sem var þróuð til að texta og þýða myndbandsefni. Þannig hjálpum við fyrirtækjum og framleiðendum að búa til aðgengilegra efni sem nær til breiðari hóps áhorfenda.

Við trúum því að aðgengi skipti sköpum í nútímasamskiptum, hvort sem það er fyrir einstaklinga með heyrnar- eða tungumálaörðugleika eða einfaldlega fyrir fólk sem kýs að horfa á efni með textun.

Með því að nýta gervigreind og háþróaðar tæknilausnir getum við þýtt og textað klukkustunda langt myndband, á yfir 70 tungumálum, á innan við 5 mínútum.

Saga Sundra

Sundra var stofnað af þremur reynslumiklum íslenskum frumkvöðlum sem öll hafa brennandi ástríðu fyrir því að nýta tækni til að búa til lausnir sem skapa aukið virði fyrir fólk og fyrirtæki.

Upphaflega vorum við að skoða leiðir til að nýta gervigreind til að kliippa til og vinna með myndbandsefni. Þegar við komum svo lausnunum okkar í hendur á raunverulegum viðskiptavinum var ein lítil virkni í kerfinu sem virtist vekja mesta athygli og það var íslensk textun.

Þegar við skoðuðum málið nánar komumst við að því að til þess að texta voru viðmælendur okkar að handskrifa hvert einasta orð sem var sagt og bæta svo við tímakóða eftir á. Þetta var afar tímafrekur og leiðinlegur ferill og því sáum við að þarna væri hægt að skapa mikið virði fyrir þennan markhóp.

Teymið

Við erum með yndislegt teymi sem hefur brennandi ástríðu fyrir starfi sínu!

Haukur Guðjónsson
Framkvæmdastjóri

Raðfrumkvöðull með yfir 20 ára reynslu af því að stofna og byggja upp fyrirtæki.

Þórunn Jónsdóttir
Stjórnarformaður

Einn helsti sérfræðingur íslands um nýsköpun og frumkvöðlastarf.

Magnús Þór Jónsson
Tæknistjóri

Reynslumikill tæknistjóri sem hefur leitt tækniþróun í 5 sprotafyrirtækjum.

Ragnheiður H. Magnúsdóttir
Meðstjórnandi

Áhrifamikill og leiðandi einstaklingur
í tæknigeiranum á Norðurlöndunum.

Starfstöðvar í 3 löndum

Frá fyrsta degi höfum við unnið allt sem við höfum gert í fjarvinnu og í dag erum við búsett í 3 löndum. Fjarvinnan hefur gert það að verkum að við höfum þurft að vera skipulagðari og ýtt undir aukna ábyrgð hjá hverjum starfsmanni. Þetta hefur leitt af sér skilvirkara fyrirtæki sem er fljótari að bregðast við þörfum viðskiptavina.