5 ástæður afhverju textun er öflugt markaðstól

Í heimi stafrænnar markaðssetningar er mikilvægt að myndbönd nái til breiðs hóps áhorfenda en það er erfitt þegar að 80% af áhorfendum horfa á samfélagsmiðlaefni án hljóðs, 30-40% íslendinga eru með einhverskonar heynarskerðingu og 18% íslendinga eru af erlendu bergi brotið. Það má því færa rök fyrir því að textun sé ein öflugasta leiðin til að auka áhrif, áhorf og dreifingu markaðsefnis.

Hér eru 5 ástæður af hverju textun myndbanda er lykilatriði í markaðssetningu

1. Auktu aðgengi – og náðu til fleiri áhorfenda

Textun gerir myndbönd aðgengileg fyrir alla, sérstaklega þá sem glíma við heyrnarskerðingu og þá sem tala íslensku sem annað mál. Um 18% Íslendinga eru af erlendu bergi brotnir, og 30-40 þúsund Íslendingar hafa einhvers konar heyrnarskerðingu. Með því að texta efnin getur þú náð til allt að 20-30% stærri markhóps.

2. Tryggðu áhorf í hljóðlausum aðstæðum

Fólk horfir oft á myndbönd án hljóðs á samfélagsmiðlum – yfir 80% gerir það. Með textun grípurðu athygli áhorfenda og tryggir að þeir skilji efnið strax, jafnvel án þess að þurfa að kveikja á hljóðinu. Þannig tryggir textun að myndbandið nái fram fullum áhrifum, hvort sem það er horft á það í strætó, í vinnunni, eða heima í rólegheitum.

3. Textun eykur dreifingu og vinsældir á samfélagsmiðlum

Þegar áhorfendur geta gripið boðskapinn fljótt, jafnvel án hljóðs, eykur það líkur á að þeir haldi áfram að horfa og deili efninu. Rannsóknir sýna að myndbönd með texta fá oft meira „engagement“ og eru deild oftar, sem styrkir útbreiðslu á samfélagsmiðlum og tryggir að efnið nái til nýrra áhorfenda.

4. Bætt sýnileiki í leitarvélum (SEO)

Textun myndbanda getur skilað þeim ofar í leitarniðurstöðum. Texti í myndböndum bætir við leitarorðum sem leitarvélar geta lesið, eins og á Google og YouTube, og því verða myndböndin auðfundnari fyrir nýja áhorfendur sem leita eftir efni á netinu. Textun eykur þannig bæði umferð og sýnileika á þínu efni.

5. Byggðu upp traust og tengsl við áhorfendur

Þegar fyrirtæki texta myndbönd sín sýna þau ábyrgð og virðingu fyrir áhorfendum sínum. Textun eykur áreiðanleika, þar sem fólk upplifir að fyrirtækið taki tillit til allra þarfa. Þessi nálgun getur haft jákvæð áhrif á vörumerkið og styrkt tengsl við viðskiptavini.

Textun er einföld leið til að tryggja að boðskapurinn þinn nái til allra og hefur jafnframt jákvæð áhrif á markaðsáætlanir. Með textun getur fyrirtæki tryggt að skilaboðin nái hámarks dreifingu.

Ef þú vilt byrja texta efnið þitt strax í dag, skráðu þig þá inn á Sundra eða heyrðu í okkur.

up arrow